Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða 4. desember 2010 08:00 Sóley Dröfn Davíðsdóttir. Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkennist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira