Enski boltinn

Chris Hughton rekinn frá Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hughton er fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem tekur pokann sinn þetta tímabilið.
Hughton er fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem tekur pokann sinn þetta tímabilið.

Newcastle United hefur ákveðið að rifta samningi við knattspyrnustjórann Chris Hughton en stjórn félagsins er ekki ánægð með gengi liðsins að undanförnu.

Newcastle tapaði 3-1 fyrir West Brom í gær en það hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma að Hughton væri valtur í sessi.

Hughton stýrði Newcastle aftur í úrvalsdeildina á síðasta tímabili eftir að liðið féll tímabilið 2009-10. Liðið er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar með fimm sigra í sextán leikjum.

Stjórn Newcastle segir í tilkynningu að hún telji að liðið þurfi að fá reynslumeiri knattspyrnustjóra við stjórnvölinn. Hughton er þó þakkað góð störf fyrir félagið og honum óskað velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×