Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat 22. janúar 2010 06:00 Tveir góðir Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Friðrik Weisshappel rekur. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira