Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Volvo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Volvo verksmiðjurnar í Svíþjóð.
Volvo verksmiðjurnar í Svíþjóð.
Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum.

Volvo verksmiðjurnar voru áður í eigu Ford bílaframleiðandans. Salan á verksmiðjunum hefur verið til umræðu frá því í desember síðastliðnum. Undir það síðasta var talið að hún gæti farið út um þúfur, meðal annars vegna erfiðleika með fjármögnun. Talið er að verðmæti samningsins nemi um 240 milljörðum íslenskra króna.

Volvo verksmiðjurnar verða, eftir sem áður, í Svíþjóð og Belgíu en einnig verða settar upp verksmiðjur í Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×