Telja að ráðherra hafi kippt fótunum undan rækjufyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:30 Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Starfsmenn Byggðastofnunar eru þeirrar skoðunar að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hafi kippti fótunum undan rekstrargrundvelli nokkurra viðskiptavina stofnunarinnar þegar hann gerði veiðar á úthafsrækju frjálsar. Þessi ákvörðun gæti þýtt að Byggðastofnun þurfi að afskrifa 1,3 milljarða króna vegna lána til fjögurra fyrirtækja. Byggðastofnun er með átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og vinnslu í viðskiptum. Eins og fréttastofa hefur greint frá eru fjögur þessara fyrirtækja með lán þar sem einu tryggingarnar á bak við lánin eru veð í úthafsrækjukvóta og samtals skulda þessi fyrirtæki Byggðastofnun 1.260 milljónir króna. Þar sem ekki hafa verið rekstrarforsendur til að veiða rækjukvóta þessara fjögurra fyrirtækja undanfarin ár vegna hás olíuverðs og lítils kvóta hefur Byggðastofnun þurft að sýna þeim þolinmæði þar sem ekki hefur þótt borga sig fyrir stofnunina að leysa til sín kvótann. Hins vegar varð sú breyting á núverandi fiskveiðiári að hagkvæmt þótti að veiða úthafsrækju aftur og stefnir í dag allt í að allur kvóti ársins auk kvóta sem geymdur var frá fiskveiðiárinu 2008/9 verði veiddur. Afurðaverð hafði hækkað og olíuverð lækkað. Ákveðin teikn voru á lofti um að rækjuúitgerðin væri að rétta úr kútnum og því voru enn verðmæti í lánveitingum Byggðastofnunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það skoðun starfsmanna Byggðastofnunar að sú yfirlýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hafi í raun og veru verið til þess fallin að kippa fótunum undan þessum viðskiptavinum Byggðastofnunar. Í hnotskurn þá urðu útlánin til þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut verðlaus, en voru það ekki fyrir. Hafa þessi sjónarið verið reifuð af starfsmönnum stofnunarinnar, og þeir hafa lýst áhyggjum sínum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Nú er svo komið, eins og fréttastofa greindi frá í gær, að Ríkisendurskoðun ætlar að fara í sérstaka úttekt á útlánum Byggðastofnunar einmitt vegna þessara sömu útlána til fyrirtækja í rækjuvinnslu, en Byggðastofnun mun hugsanlega þurfa að afskrifa á annan milljarð króna vegna þessara útlána.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira