Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur 18. maí 2010 09:15 Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun