Ferrari menn eru hæstánægðir með fyrsta sigurinn í Formúlu 1 og Fernando
segist tileinka sigurinn Luca Montezemolo, forseta Ferari þar sem hann
hafi haft trú á getu hans.
"
Viðgerðarmenn okkar unnu ötullega í bílnum að morgni keppnisdags þegar
við þurftum að skipta um vélina á stuttum tíma. Það var sérstök tilfinning
að stökkva upp á verðlaunapallinn og ég vonast til að hafa staðið undir
væntingum", sagði Alonso.
Sjálfur konungur Spánar heilsaði upp á Alonso fyrir keppnina, en hann
hefur fylgt Alonso að málum í mörg herrans ár. Formúla 1 varð geysilega
vinsæl á Spáni eftir að Alonso vann tvo meistaratitla með Renault 2005 og
2006.
Hefur farið vel á með konungunum tveimur, þó þeir starfi á ólíkum
sviðum. Ekki ólíklegt að Alonso hafi fengið nokkur vel valin hvatningarorð
frá landa sínum fyrir mótið í Barein.