Fjallað er um málið í blaðinu Daily Telegraph. Þar segir að í staðinn bjóði House of Fraser lánadrottnum sinum upp á þjónustugjöld sem nemi nokkrum milljónum punda og aukna vexti á skuldum sínum en þær nema um 250 milljónum punda eða um 50 milljörðum kr.
Í síðasta mánuði tilkynnti House of Fraser að afborganir keðjunnar af skuldum sínum yrðu um 130 milljónir punda á undan áætlunum eftir að keðjan sló sölumet í síðustu jólavertíð. Hinsvegar eru lánadrottnar keðjunnar með ströng skilyrði um hvernig lausafé hennar er varið og nú vill House of Fraser létta á þeim skilyrðum.
Samkvæmt heimildum blaðsins var funduðu helstu lánadrottnar um málið í upphafi vikunnar og að allar líkur séu á að fallist verði á nýja lánaskilmála fyrir House of Fraser. Það mun þó endanlega skýrast í næsta mánuði en keðjan þarf samþykki frá 66% af lánadrottnum sínum til að málið sé í höfn.