Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 11:04 Elon Musk, auðugasti maður heims, er sakaður um að hafa dregið fæturna í að láta vita af umfangsmiklum kaupum sínum á hlutabréfum í Twitter og sparað sér þannig að minnsta kosti 150 milljónir dala. AP/Alex Brandon Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars. Musk keypti Twitter í október 2022 en seinna breytti hann svo nafni samfélagsmiðilsins í X. Hann byrjaði að sanka að sér hlutabréfum snemma árs 2022 og í mars það ár átti hann rúmlega fimm prósent í fyrirtækinu. Samkvæmt lögum hefði hann þá átt að gera grein fyrir eign sinni opinberlega. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar eru Musk sakaður um að hafa gert það ellefu dögum of seint. Eftirlitið segir að í millitíðinni hafi eigendur hlutabréfa selt bréf sín til Musk á lægra verði en ef ætlanir hans hefðu verið opinberar, eins og þær áttu að vera. Eins og áður segir áætla starfsmenn Verðbréfaeftirlitsins að Musk hafi sparað sér að minnsta kosti 150 milljónir dala með að opinbera ekki stærri eignarhlut sinn. Reglunum sem Musk er sakaður um að hafa brotið er ætlað að tryggja að eigendur hlutabréfa geti verið meðvitaðir um það þegar stórir hluthafar ætla að auka umsvif sín eða stefna á yfirtöku. Tafði málaferlin Í frétt Wall Street Journal segir að Musk hafi á undanförnum mánuðum tafið málaferli eftirlitsins með því að mæta ekki í vitnisburð. Hann lýsti því yfir í september 2023 að hann væri hættur að vinna með eftirlitinu við rannsóknina. Þá segir WSJ að búist sé við því að auðjöfurinn, sem er bundinn Donald Trump, verðandi forseta, nánum böndum muni biðja næsta leiðtoga Verðbréfaeftirlitsins um að fella málið niður. Slík beiðni gæti reynt verulega á sjálfstæði stofnunarinnar gagnvart Hvíta húsinu en Trump hefur valið lögmanninn og Repúblikanann Paul Atkins til að stýra eftirlitinu en sá hefur verið gagnrýninn á starfsemi þess. Lögmaður Musks segir að lögsóknin sýni fram á að eftirlitið hafi ekkert raunverulegt mál á höndum. Lögsóknin sé uppgerð og að Musk hafi ekkert rangt gert. Það eina sem hann sé sakaður um sé að fylla ekki út eitt eyðublað og þetta meinta brot feli í sér litla refsingu. Í samtali við WSJ segir fyrrverandi yfirmaður innan Verðbréfaeftirlitsins að líklega sé markmiðið með lögsókninni að koma í veg fyrir að aðrir opinberi ekki sambærileg viðskipti. Ef Musk kæmist upp með að brjóta reglurnar þegar kaupin hans hefðu verið á forsíðum allra fjölmiðla, sæju aðrir ekki tilefni til að fara eftir reglunum. X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk keypti Twitter í október 2022 en seinna breytti hann svo nafni samfélagsmiðilsins í X. Hann byrjaði að sanka að sér hlutabréfum snemma árs 2022 og í mars það ár átti hann rúmlega fimm prósent í fyrirtækinu. Samkvæmt lögum hefði hann þá átt að gera grein fyrir eign sinni opinberlega. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar eru Musk sakaður um að hafa gert það ellefu dögum of seint. Eftirlitið segir að í millitíðinni hafi eigendur hlutabréfa selt bréf sín til Musk á lægra verði en ef ætlanir hans hefðu verið opinberar, eins og þær áttu að vera. Eins og áður segir áætla starfsmenn Verðbréfaeftirlitsins að Musk hafi sparað sér að minnsta kosti 150 milljónir dala með að opinbera ekki stærri eignarhlut sinn. Reglunum sem Musk er sakaður um að hafa brotið er ætlað að tryggja að eigendur hlutabréfa geti verið meðvitaðir um það þegar stórir hluthafar ætla að auka umsvif sín eða stefna á yfirtöku. Tafði málaferlin Í frétt Wall Street Journal segir að Musk hafi á undanförnum mánuðum tafið málaferli eftirlitsins með því að mæta ekki í vitnisburð. Hann lýsti því yfir í september 2023 að hann væri hættur að vinna með eftirlitinu við rannsóknina. Þá segir WSJ að búist sé við því að auðjöfurinn, sem er bundinn Donald Trump, verðandi forseta, nánum böndum muni biðja næsta leiðtoga Verðbréfaeftirlitsins um að fella málið niður. Slík beiðni gæti reynt verulega á sjálfstæði stofnunarinnar gagnvart Hvíta húsinu en Trump hefur valið lögmanninn og Repúblikanann Paul Atkins til að stýra eftirlitinu en sá hefur verið gagnrýninn á starfsemi þess. Lögmaður Musks segir að lögsóknin sýni fram á að eftirlitið hafi ekkert raunverulegt mál á höndum. Lögsóknin sé uppgerð og að Musk hafi ekkert rangt gert. Það eina sem hann sé sakaður um sé að fylla ekki út eitt eyðublað og þetta meinta brot feli í sér litla refsingu. Í samtali við WSJ segir fyrrverandi yfirmaður innan Verðbréfaeftirlitsins að líklega sé markmiðið með lögsókninni að koma í veg fyrir að aðrir opinberi ekki sambærileg viðskipti. Ef Musk kæmist upp með að brjóta reglurnar þegar kaupin hans hefðu verið á forsíðum allra fjölmiðla, sæju aðrir ekki tilefni til að fara eftir reglunum.
X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira