Innlent

Þrír kannabisræktendur handteknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Breiðholti í gær.
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Breiðholti í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið að kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 10 kannabisplöntur. Þremenningarnir voru þá í óða önn að klippa niður afraksturinn og voru þeir komnir með 350 grömm af marijúana þegar að var komið.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×