Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum 15. apríl 2010 06:00 Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun