Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum 15. apríl 2010 06:00 Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar