Fótbolti

Norður-Kórea reyndi að svindla á HM-kerfinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kim Myong-Won má spila á HM, en bara sem markmaður.
Kim Myong-Won má spila á HM, en bara sem markmaður. Mynd/AP
FIFA hefur staðfest að sóknarmaðurinn Kim Myong-Won má ekki spila sem slíkur á HM í sumar, heldur aðeins sem markmaður. Norður-Kórea reyndi að leika á kerfi FIFA en misheppnaðist algjörlega.

Norður-Kóreumenn skráðu framherjann sem markmann, en ætluðu svo að nota hann sem auka-sóknarmann. Skylda er að skrá þrjá markmenn í leikmannahópana á HM.

Þetta uppátæki er því bannað og því hefur FIFA greint frá því að Myong-Won megi vel spila á HM, en þá bara sem markmaður.

Norður-Kórea fer því aðeins með tvo markmenn á HM. Of seint er að breyta leikmannahópnum úr þessu, nema vegna meiðsla. Kæmi engum á óvart ef einhver útileikmaður meiddist skyndilega fyrir mót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×