Fótbolti

Verður HM í Katar haldið um vetur?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Keisarinn Franz Beckenbauer hefur viðurkennt að hann vilji að heimsmeistaramótið 2022 fari fram í janúar og febrúar. Í síðustu viku var tilkynnt að mótið það ár fer fram í Katar.

Áhyggjur hafa vaknað víða vegna veðurfarsins á Arabíuskaganum yfir sumartímann en þar er gríðarlegur hiti. Beckenbauer, fyrrum leikmaður FC Bayern og þýska landsliðsins, segir að möguleg lausn sé að leika yfir vetrartímann.

„Lausnin gæti falist í því að leika í janúar og febrúar. Þá verður hitastigið í kringum 25 gráður," sagði Beckenbauer sem situr í stjórn FIFA.

„Það þyrfti þá bara að breyta leikjaskipulaginu í stærstu deildum Evrópu þetta ár. Það myndi ekki hafa mjög mikil áhrif og spara þann gríðarlega kostnað sem yrði á byggingu leikvanga með sérstakt kælikerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×