Einkafyrirtæki yrðu góð viðbót Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. nóvember 2010 13:56 Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, höfundur klasakenningar og sérfræðingur í samkeppnishæfni þjóða, segir Ísland spennandi land þar sem draga megi lærdóm af einstæðum tækifærum og möguleikum til umbóta. Andstaða við aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum orkuiðnaði er misráðin að mati Michaels Porter, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Porter er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði rannsókna á samkeppnishæfni þjóða og höfundur kenninga um klasamyndun í þekkingargeirum og iðnaði og áhrif hennar á velsæld þjóða. Porter sótti landið síðast heim árið 2006 þegar hann kynnti rannsókn á samkeppnishæfni landsins, hélt fyrirlestur og tók við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Síðan þá hefur áhugi hans á Íslandi enn vaxið og sér í lagi klasamyndun í íslenskum jarðvarmaiðnaði. Í byrjun vikunnar kynnti Porter rannsókn sína á stöðu íslenska jarðvarmaklasans. Michael Porter segir rétt athugað í nýlegu áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vexti séu vissar skorður settar hér á landi, með því að ekki sé hægt að auka veiðar og að tíma taki að koma í gang orkuverkefnum. Reynslan úr orkugeira sýni hins vegar að hægt sé að auka mun hraðar við slíka starfsemi á alþjóðavettvangi. "Þar undir er hvers kyns þjónusta tengd tækni, verkfræði og leit að virkjunarkostum," segir hann og bendir á að raunar hafi ekki verið mikið um að Íslendingar tengdust jarðhitaverkefnum utan landsteinanna fyrr en nær dró falli fjármálakerfisins og verkefnum fækkaði innanlands. "Íslensk fyrirtæki með þekkingu sína og tækni fundu þá töluverða vaxtarmarkaði erlendis."Hafsjór fyrirspurna um samstarf Með útrás segir Porter Ísland geta aukið hlut sinn í jarðvarmaiðnaði heimsins langt umfram eigin stærð. "Jafnvel þótt Ísland eigi miklar auðlindir tengdar jarðvarma, þá eru þær smáar í samanburði við heiminn allan. Mun öflugri svæði eru í Norður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Möguleikar Íslands liggja í samstarfi við önnur lönd og þar held ég að megi byggja upp mikla starfsemi," segir hann og kveður Ísland hafa færi á að marka sér sess í þessum iðnaði sem áhrifavaldur í að búa til betri heim. "Helsta niðurstaða viðræðna síðustu daga held ég að sé að það standi enginn í veginum nema við sjálf og að við þurfum að taka til hendinni," segir hann. Unnið er að því markvisst í nokkrum öðrum löndum að efla jarðvarmageirann. Porter bendir til dæmis á starfsemi sem hafin sé í Nevada í Bandaríkjunum og svo virkjanir á Nýja-Sjálandi. "En við erum jafnlangt komin og hvaða land annað, og jafnvel lengra," segir hann og vísar einnig til þess að Ísland hafi mjög gott orðspor í heiminum þegar kemur að nýtingu jarðvarma. Núna segir Porter Ísland fá yfir sig hafsjó fyrirspurna um samstarf á sviði jarðvarmavirkjana frá löndum á borð við Kína, Indland, Rússland og fleirum. "Við verðum því að skipuleggja okkur til þess að standa undir fyrirheitum okkar. Tækifærin eru núna og þau verður að grípa." Samhæfing aðgerða telur hann líklegt að verði leidd af sameiginlegu átaki iðnaðarráðuneytisins og einkageirans. "Verkefnið sem heild nýtur mikillar velvildar nú um stundir og andrúmsloftið er rétt til að taka næstu skref." Verkefnin sem við stöndum nú frammi fyrir snúa, að mati Porters, einna helst að regluverki og umgjörð orkugeirans. "Fyrst á blaði er að huga betur að reglum um nýtingu jarðvarmans. Núna eru verkferlar of hægir, gagnsæi skortir og það á eftir að skilgreina betur hvaða verkefni á að ráðast í og hver ekki. Allt virðist verða að risastórum, flóknum og löngum umræðum. Þetta leiðir til ástands þar sem hlutirnir gerast bæði of hægt og auðlindirnar eru ekki nýttar á sem hagkvæmastan hátt," segir Porter.Viljum blöndu ólíkra fyrirtækja Að mati Porters er hins vegar engum vandkvæðum bundið að lönd haldi umtalsverðum eignarhlut hið minnsta yfir auðlindum sínum. "Ég held ekki að það sé slæm stefna. Alþjóðleg fyrirtæki ættu hins vegar að fá að aðstoða við nýtingu auðlindanna. Núna vantar okkur fé og óráð að festast í að þurfa að eiga hlutina að fullu," segir hann. "Fjárfestingin er lykilatriði í þessum efnum, þótt mannauðurinn skipti auðvitað líka máli." Porter segir engan munu kjósa fimm ára kyrrstöðu meðan þess er beðið að hér verði byggt upp stöndugt fjármálakerfi á ný. Hann telur gjaldeyrishöftin sem komið var á eftir hrun bankanna of ströng. "Við teljum tímabært að losa um höftin í varfærnum skrefum, því að við viljum fá rétta tegund af fjárfestingum til Íslands. Við viljum fjárfestingar sem styðja landið, bæta kjör og búa til betri störf." Til bóta yrði ef hægt væri að auka á gagnsæi í orkugeiranum að mati Porters, sem áréttar að hann telji Landsvirkjun vera hið ágætasta fyrirtæki þótt það hafi yfirburðastöðu gagnvart öðrum orkufyrirtækjum, stærðar sinnar vegna. "En verandi með svona stórt fyrirtæki þarf að auka á gagnsæi þess og leggja áherslu á góða stjórnunarhætti. Við viljum að fyrirtækið hagi sér eins og einkafyrirtæki þrátt fyrir ríkiseigu. Við viljum að það skili hagnaði og að þar séu teknar skynsamlegar ákvarðanir," segir hann og bendir á að fordæmi séu fyrir því að orkufyrirtæki í ríkiseigu séu rekin þannig að til fyrirmyndar sé, svo sem í Singapúr. "En um leið held ég að það sé mikilvægt að í landinu séu líka fleiri orkufyrirtæki, sem bæði megi og fái hvatningu til að vaxa. Einkafyrirtæki held ég líka að væru góð viðbót í þessa flóru því með þeim fengist meiri samkeppni." Aðhald það sem fæst með samkeppni í orkusölu segir Porter ýta undir að orkufyrirtækin kalli eftir betri þjónustu á heildsölusviði orkunnar og búi til umhverfi sem á endanum hjálpi til við útrás íslenska orkugeirans. "Við viljum hafa öflugan samkeppnismarkað í orkugeira á Íslandi með blöndu opinberra fyrirtækja og fyrirtækja í einkaeigu. Þess vegna er líka mikilvægt að regluverk orkugeirans sé gott til þess að tryggja jafnræði allra á markaðnum."Gagnaver fremur en álver Álfyrirtæki verða seint talin sérstakur þyrnir í augum Michaels Porter sem unnið hefur ítarlegar rannsóknir á áliðnaði og verið fyrirtækjum í geiranum til ráðgjafar. "Ég held að þau hafi sínu hlutverki að gegna. Sér í lagi ef okkur tækist að gera landið að stað sem ekki bara framleiðir álið heldur vinnur áfram með það. Ísland er hins vegar ekki kjörlendi ódýrrar framleiðslu á málmvarningi. Landið er tiltölulega dýrt og með hæft vinnuafl. Ég held að staða álsins hér verði frekar þannig að málmurinn verði framleiddur hér og síðan seldur úr landi," segir hann og kveðst því telja miklivægt að orkuauðlindir landsins verði notaðar til að laða að annars konar fjárfestingu. „Ég styð mjög fjárfestingar í gagnaverum. Ég held að það sé fjárfesting sem hentar landinu vel. Störfin sem fylgja þeirri starfsemi falla vel að landinu. Landið er langt á veg komið hvað upplýsingatækni varðar. Hér er ýmis önnur starfsemi á sviði upplýsingatækni. Ég held að gagnaver styrkji klasa upplýsingatækninnar á Íslandi. Og við erum nokkuð vel staðsett með tilliti til frekari vaxtar að því gefnu að ljósleiðaratengingar við umheiminn séu fullnægjandi." En Porter segir álið annars ágætt og hann telur að landið hafi hagnast á þróun sem hér hafi átt sér stað í þeim geira: „En ég held það væru mistök ef áliðnaðurinn væri enn að nota 80 prósent af orkuframleiðslu landins eftir tíu ár héðan í frá. Ég held við verðum kannski að auka álframleiðslu aðeins, en ég held við verðum líka að auka starfsemi á öðrum sviðum þar sem fæst hátt orkuverð og meiri virðisauki af orkusölunni." Stöðu krónunnar segir Porter aftur flókið mál og hann er meðvitaður um hversu mikið hitamál hún sé hér á landi. „Það verkar eins og öryggisloki að hafa fljótandi gjaldmiðil sem getur hækkað og lækkað og hjálpað landinu að laga sig að aðstæðum. Á hinn bóginn gerir smæð landsins að verkum að gengi gjaldmiðilsins getur brenglast af ytri þáttum sem ekkert hafa að gera með það sem er að gerast í landinu," segir hann og kveður nokkrar lausnir í boði, svo sem upptöka evru með aðild að Evrópusambandinu. Önnur lausn væri dollaravæðing hagkerfisins. „Allar hafa þessar leiðir kosti og galla, en mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnir til að gera þetta upp við sig," segir Porter og bætir við að trúlega sé of skammt liðið frá hruni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Andstaða við aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum orkuiðnaði er misráðin að mati Michaels Porter, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Porter er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði rannsókna á samkeppnishæfni þjóða og höfundur kenninga um klasamyndun í þekkingargeirum og iðnaði og áhrif hennar á velsæld þjóða. Porter sótti landið síðast heim árið 2006 þegar hann kynnti rannsókn á samkeppnishæfni landsins, hélt fyrirlestur og tók við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Síðan þá hefur áhugi hans á Íslandi enn vaxið og sér í lagi klasamyndun í íslenskum jarðvarmaiðnaði. Í byrjun vikunnar kynnti Porter rannsókn sína á stöðu íslenska jarðvarmaklasans. Michael Porter segir rétt athugað í nýlegu áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vexti séu vissar skorður settar hér á landi, með því að ekki sé hægt að auka veiðar og að tíma taki að koma í gang orkuverkefnum. Reynslan úr orkugeira sýni hins vegar að hægt sé að auka mun hraðar við slíka starfsemi á alþjóðavettvangi. "Þar undir er hvers kyns þjónusta tengd tækni, verkfræði og leit að virkjunarkostum," segir hann og bendir á að raunar hafi ekki verið mikið um að Íslendingar tengdust jarðhitaverkefnum utan landsteinanna fyrr en nær dró falli fjármálakerfisins og verkefnum fækkaði innanlands. "Íslensk fyrirtæki með þekkingu sína og tækni fundu þá töluverða vaxtarmarkaði erlendis."Hafsjór fyrirspurna um samstarf Með útrás segir Porter Ísland geta aukið hlut sinn í jarðvarmaiðnaði heimsins langt umfram eigin stærð. "Jafnvel þótt Ísland eigi miklar auðlindir tengdar jarðvarma, þá eru þær smáar í samanburði við heiminn allan. Mun öflugri svæði eru í Norður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Möguleikar Íslands liggja í samstarfi við önnur lönd og þar held ég að megi byggja upp mikla starfsemi," segir hann og kveður Ísland hafa færi á að marka sér sess í þessum iðnaði sem áhrifavaldur í að búa til betri heim. "Helsta niðurstaða viðræðna síðustu daga held ég að sé að það standi enginn í veginum nema við sjálf og að við þurfum að taka til hendinni," segir hann. Unnið er að því markvisst í nokkrum öðrum löndum að efla jarðvarmageirann. Porter bendir til dæmis á starfsemi sem hafin sé í Nevada í Bandaríkjunum og svo virkjanir á Nýja-Sjálandi. "En við erum jafnlangt komin og hvaða land annað, og jafnvel lengra," segir hann og vísar einnig til þess að Ísland hafi mjög gott orðspor í heiminum þegar kemur að nýtingu jarðvarma. Núna segir Porter Ísland fá yfir sig hafsjó fyrirspurna um samstarf á sviði jarðvarmavirkjana frá löndum á borð við Kína, Indland, Rússland og fleirum. "Við verðum því að skipuleggja okkur til þess að standa undir fyrirheitum okkar. Tækifærin eru núna og þau verður að grípa." Samhæfing aðgerða telur hann líklegt að verði leidd af sameiginlegu átaki iðnaðarráðuneytisins og einkageirans. "Verkefnið sem heild nýtur mikillar velvildar nú um stundir og andrúmsloftið er rétt til að taka næstu skref." Verkefnin sem við stöndum nú frammi fyrir snúa, að mati Porters, einna helst að regluverki og umgjörð orkugeirans. "Fyrst á blaði er að huga betur að reglum um nýtingu jarðvarmans. Núna eru verkferlar of hægir, gagnsæi skortir og það á eftir að skilgreina betur hvaða verkefni á að ráðast í og hver ekki. Allt virðist verða að risastórum, flóknum og löngum umræðum. Þetta leiðir til ástands þar sem hlutirnir gerast bæði of hægt og auðlindirnar eru ekki nýttar á sem hagkvæmastan hátt," segir Porter.Viljum blöndu ólíkra fyrirtækja Að mati Porters er hins vegar engum vandkvæðum bundið að lönd haldi umtalsverðum eignarhlut hið minnsta yfir auðlindum sínum. "Ég held ekki að það sé slæm stefna. Alþjóðleg fyrirtæki ættu hins vegar að fá að aðstoða við nýtingu auðlindanna. Núna vantar okkur fé og óráð að festast í að þurfa að eiga hlutina að fullu," segir hann. "Fjárfestingin er lykilatriði í þessum efnum, þótt mannauðurinn skipti auðvitað líka máli." Porter segir engan munu kjósa fimm ára kyrrstöðu meðan þess er beðið að hér verði byggt upp stöndugt fjármálakerfi á ný. Hann telur gjaldeyrishöftin sem komið var á eftir hrun bankanna of ströng. "Við teljum tímabært að losa um höftin í varfærnum skrefum, því að við viljum fá rétta tegund af fjárfestingum til Íslands. Við viljum fjárfestingar sem styðja landið, bæta kjör og búa til betri störf." Til bóta yrði ef hægt væri að auka á gagnsæi í orkugeiranum að mati Porters, sem áréttar að hann telji Landsvirkjun vera hið ágætasta fyrirtæki þótt það hafi yfirburðastöðu gagnvart öðrum orkufyrirtækjum, stærðar sinnar vegna. "En verandi með svona stórt fyrirtæki þarf að auka á gagnsæi þess og leggja áherslu á góða stjórnunarhætti. Við viljum að fyrirtækið hagi sér eins og einkafyrirtæki þrátt fyrir ríkiseigu. Við viljum að það skili hagnaði og að þar séu teknar skynsamlegar ákvarðanir," segir hann og bendir á að fordæmi séu fyrir því að orkufyrirtæki í ríkiseigu séu rekin þannig að til fyrirmyndar sé, svo sem í Singapúr. "En um leið held ég að það sé mikilvægt að í landinu séu líka fleiri orkufyrirtæki, sem bæði megi og fái hvatningu til að vaxa. Einkafyrirtæki held ég líka að væru góð viðbót í þessa flóru því með þeim fengist meiri samkeppni." Aðhald það sem fæst með samkeppni í orkusölu segir Porter ýta undir að orkufyrirtækin kalli eftir betri þjónustu á heildsölusviði orkunnar og búi til umhverfi sem á endanum hjálpi til við útrás íslenska orkugeirans. "Við viljum hafa öflugan samkeppnismarkað í orkugeira á Íslandi með blöndu opinberra fyrirtækja og fyrirtækja í einkaeigu. Þess vegna er líka mikilvægt að regluverk orkugeirans sé gott til þess að tryggja jafnræði allra á markaðnum."Gagnaver fremur en álver Álfyrirtæki verða seint talin sérstakur þyrnir í augum Michaels Porter sem unnið hefur ítarlegar rannsóknir á áliðnaði og verið fyrirtækjum í geiranum til ráðgjafar. "Ég held að þau hafi sínu hlutverki að gegna. Sér í lagi ef okkur tækist að gera landið að stað sem ekki bara framleiðir álið heldur vinnur áfram með það. Ísland er hins vegar ekki kjörlendi ódýrrar framleiðslu á málmvarningi. Landið er tiltölulega dýrt og með hæft vinnuafl. Ég held að staða álsins hér verði frekar þannig að málmurinn verði framleiddur hér og síðan seldur úr landi," segir hann og kveðst því telja miklivægt að orkuauðlindir landsins verði notaðar til að laða að annars konar fjárfestingu. „Ég styð mjög fjárfestingar í gagnaverum. Ég held að það sé fjárfesting sem hentar landinu vel. Störfin sem fylgja þeirri starfsemi falla vel að landinu. Landið er langt á veg komið hvað upplýsingatækni varðar. Hér er ýmis önnur starfsemi á sviði upplýsingatækni. Ég held að gagnaver styrkji klasa upplýsingatækninnar á Íslandi. Og við erum nokkuð vel staðsett með tilliti til frekari vaxtar að því gefnu að ljósleiðaratengingar við umheiminn séu fullnægjandi." En Porter segir álið annars ágætt og hann telur að landið hafi hagnast á þróun sem hér hafi átt sér stað í þeim geira: „En ég held það væru mistök ef áliðnaðurinn væri enn að nota 80 prósent af orkuframleiðslu landins eftir tíu ár héðan í frá. Ég held við verðum kannski að auka álframleiðslu aðeins, en ég held við verðum líka að auka starfsemi á öðrum sviðum þar sem fæst hátt orkuverð og meiri virðisauki af orkusölunni." Stöðu krónunnar segir Porter aftur flókið mál og hann er meðvitaður um hversu mikið hitamál hún sé hér á landi. „Það verkar eins og öryggisloki að hafa fljótandi gjaldmiðil sem getur hækkað og lækkað og hjálpað landinu að laga sig að aðstæðum. Á hinn bóginn gerir smæð landsins að verkum að gengi gjaldmiðilsins getur brenglast af ytri þáttum sem ekkert hafa að gera með það sem er að gerast í landinu," segir hann og kveður nokkrar lausnir í boði, svo sem upptöka evru með aðild að Evrópusambandinu. Önnur lausn væri dollaravæðing hagkerfisins. „Allar hafa þessar leiðir kosti og galla, en mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnir til að gera þetta upp við sig," segir Porter og bætir við að trúlega sé of skammt liðið frá hruni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira