Erlent

Kista forsetamorðingja seld

Óli Tynes skrifar
Næturklúbbseigandinn Jack Ruby skaut Oswald til bana tveim dögum eftir að hann myrti forsetann.
Næturklúbbseigandinn Jack Ruby skaut Oswald til bana tveim dögum eftir að hann myrti forsetann.

Líkkista mannsins sem myrti John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna hefur verið seld á uppboði fyrir 90 þúsund dollara. Það gerir um 10,5 milljónir íslenskra króna. Morðinginn var Lee Harwey Oswald. Hann var sjálfur skotinn til bana tveim dögum eftir að hann myrti Kennedy árið 1963.

Árið 1981 var hann grafinn upp vegna samsæriskenninga um að það væri ekki lík hans sjálfs sem væri í kistunni heldur lík rússnesks njósnara. Það var náttúrlega bull. Oswald var svo grafinn aftur í nýrri kistu. Hinn nýi eigandi gömlu kistunnar hefur ekki tjáð sig um hvað hann ætlar að gera við hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×