Fótbolti

Meiddu leikmennirnir á HM í sumar ná í heilt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack. Mynd/AFP
Danska Tipsbladet hefur tekið saman yfirlit yfir sterka leikmenn sem missa af HM í Suður-Afríku vegna meiðsla en það er nokkrir leikmenn sem þurfa að sætta sig við það að missa af heimsmeistarakeppninni í sumar.

Risastjörnur eins og David Beckham, Michael Essien og Michael Ballack verða ekki með á mótinu en þegar betur er á gáð má sjá að hægt er að setja upp ágætis lið úr þeim leikmönnum sem eru frá vegna meiðsla.

Landsliðin eiga flest eftir að spila einhverja leiki fram að mótinu og því gæti bæst í þennan hóp fram að fyrsta leik sem fer fram 11. júní næstkomandi.

Úrvalslið meidda leikmanna á HM í sumar:

Markmaður: René Adler (Þýskaland)

Hægri bakvörður: José Bosingwa (Portúgal)

Miðverðir: Leon Andreasen (Danmörk), Ivica Dragutinovic (Serbía)

Vinstri bakvörður: Heiko Westermann (Þýskaland)

Hægri kantur: David Beckham (England)

Miðjumenn: Lassana Diarra (Frakkland), Michael Ballack (Þýskaland)

Vinstri kantur: Michael Essien (Gana)

Sóknarmenn: Marco Streller (Sviss), Charlie Davies (Bandaríkin)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×