Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing 16. apríl 2010 06:00 Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki. En þó þessar staðreyndir liggi fyrir nægja þær ekki til að móta farsælt fjölmenningarsamfélag, þar sem allir hafa jöfn tækifæri; réttindi og ábyrgð allra eru viðurkennd og virt og allir taka virkan þátt í samfélaginu. Farsælustu fjölmenningarsamfélögin eru þau sem tryggja að allir geta notið sín. Spurningin er: hvers konar samfélag viljum við? Viljum við samfélag sem hvetur innflytjendur og gerir þeim kleift að taka virkan þátt? Ef svarið er já, verðum við að horfa til almannaþjónustu og stefnu stjórnvalda. Ef við viljum að innflytjendur axli meiri ábyrgð þurfum við stefnu sem verndar réttindi þeirra og barna þeirra, verndar búsetu þeirra, hvetur til þátttöku, auðveldar sameiningu fjölskyldna, hvetur til umsóknar um ríkisborgararétt og síðast en ekki síst þurfum við stefnu sem berst gegn mismunun. Þessar stefnur og framkvæmdir þurfa að vera á öllum stigum samfélagsins, hjá ríkisstjórn, í sveitarstjórnum, í skólum, atvinnulífi - alls staðar. Á Evrópuráðsþingi um aðlögun, haldið í Vichy árið 2008, samþykktu aðildarríkin að ,,til að ná árangri kallar aðlögunarferlið á einlæga fyrirhöfn gestgjafalandsins og hins opinbera sem og innflytjendanna sjálfra til að stuðla að gagnkvæmri virðingu". Við spyrjum því: erum við að gera allt sem við getum? Fjölmenningarsetur, Jafnréttishús og Alþjóðahús leggja sitt af mörkum en er það nóg? Þjónustan er dreifð og það er engin reglugerð sem segir nákvæmlega til um hvaða þjónustu sveitarfélögin verða að bjóða uppá. Fjöldi stofnana sem tengjast aðlögunarferlinu er gífurlegur. Það er skortur á samstarfi milli opinberrar þjónustu og einkageirans og skrifræðið er flókið. Reykjavíkurborg er því miður að glata forystu sinni í innflytjendamálum með deyfð og áhugaleysi þeirra sem fara fyrir stjórn borgarinnar og það er alvarlegt mál. Ef við vinnum ekki bug á þessum hindrunum munu þær flækja aðlögunina sem gæti þýtt að innflytjendur verði fastir á jaðri samfélagsins. Þannig samfélag viljum ekki á Íslandi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar