Björgólfur: Þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að raka snjóinn af vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2010 22:13 Mynd/Daníel Björgólfur Takefusa skoraði tvö síðustu mörk KR í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á Fram og tryggði sér sæti í bikaúrslitaleiknum. „Það var jafnræði í leiknum til að byrja með en við nýtum okkur liðsmuninn. Það er oft þegar lið verða einum manni fleiri þá virkar það oft öfugt. Við gerðum það gífurlega vel í dag að nýta okkur liðsmuninn og sýna karakter með því að keyra yfir þá," sagði Björgólfur. „Það er frábært að vera komnir í bikarúrslitaleikinn því þetta er langstærsti leikur ársins. Það er sérstaklega gaman að komast í hann núna þegar við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort við náum að raka snjóinn af vellinum eða ekki," sagði Björgólfur í léttum tón. „Þetta er gífurlega gaman og maður vonast eftir því að sú stemmning sem var á þessum leikjum þegar ég var yngri sé kominn aftur. Þá var troðfullur völlur og þetta er leikur til þess, frábær dagsetning og tvö frábær lið. Það verður gaman að fá að taka þátt í þessum leik," sagði Björgólfur. „Við erum að byrja vel undir stjórn Rúnars og nú er bara að fylgja þessu eftir," sagði Björgólfur um frábæra byrjun Rúnars Kristinssonar en hvað hefur hann gert? „Það er kominn meiri léttleiki en ég veit kannski ekki hvað hann er búinn að gera nákvæmlega. Rúnar er einn af betri knattspyrnumönnum Íslands og hans fótboltaheili er frekar stór. Það hjálpar þegar hann kemur með ábendingar í leikjum og deilir með okkur sínum hugsunum og pælingum," segir Björgólfur. Björgólfur hefur verið duglegur að skora á móti Fram síðustu ár og er þegar kominn meðfjögur mörk gegn Safamýrarliðinu á þessu sumri. „Mér finnst það mjög skemmtilegt að vera búinn að skora svona mikið á móti Fram. Það eru fínir strákar þarna inn á milli en yfir höfuð er þetta ekki uppáhaldsliðið mitt. Það skiptir ekki máli að ná að skora í þeim leik því þetta er undanúrslitaleikur og þá snýst þetta bara um að ná að vinna," segir Björgólfur kátur og bætti síðan við: „Það er frábært að fara inn í helgina vitandi það að við erum komnir inn í bikarúrslitaleikinn," sagði Björgólfur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Björgólfur Takefusa skoraði tvö síðustu mörk KR í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á Fram og tryggði sér sæti í bikaúrslitaleiknum. „Það var jafnræði í leiknum til að byrja með en við nýtum okkur liðsmuninn. Það er oft þegar lið verða einum manni fleiri þá virkar það oft öfugt. Við gerðum það gífurlega vel í dag að nýta okkur liðsmuninn og sýna karakter með því að keyra yfir þá," sagði Björgólfur. „Það er frábært að vera komnir í bikarúrslitaleikinn því þetta er langstærsti leikur ársins. Það er sérstaklega gaman að komast í hann núna þegar við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort við náum að raka snjóinn af vellinum eða ekki," sagði Björgólfur í léttum tón. „Þetta er gífurlega gaman og maður vonast eftir því að sú stemmning sem var á þessum leikjum þegar ég var yngri sé kominn aftur. Þá var troðfullur völlur og þetta er leikur til þess, frábær dagsetning og tvö frábær lið. Það verður gaman að fá að taka þátt í þessum leik," sagði Björgólfur. „Við erum að byrja vel undir stjórn Rúnars og nú er bara að fylgja þessu eftir," sagði Björgólfur um frábæra byrjun Rúnars Kristinssonar en hvað hefur hann gert? „Það er kominn meiri léttleiki en ég veit kannski ekki hvað hann er búinn að gera nákvæmlega. Rúnar er einn af betri knattspyrnumönnum Íslands og hans fótboltaheili er frekar stór. Það hjálpar þegar hann kemur með ábendingar í leikjum og deilir með okkur sínum hugsunum og pælingum," segir Björgólfur. Björgólfur hefur verið duglegur að skora á móti Fram síðustu ár og er þegar kominn meðfjögur mörk gegn Safamýrarliðinu á þessu sumri. „Mér finnst það mjög skemmtilegt að vera búinn að skora svona mikið á móti Fram. Það eru fínir strákar þarna inn á milli en yfir höfuð er þetta ekki uppáhaldsliðið mitt. Það skiptir ekki máli að ná að skora í þeim leik því þetta er undanúrslitaleikur og þá snýst þetta bara um að ná að vinna," segir Björgólfur kátur og bætti síðan við: „Það er frábært að fara inn í helgina vitandi það að við erum komnir inn í bikarúrslitaleikinn," sagði Björgólfur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira