Button segir McLaren taka framförum 13. apríl 2010 12:23 Lewis Hamilton og Jenson Button voru aftarlega á ráslínu í síðustu keppni, en sýndu góða takta í mótinu. Mynd: Getty Images Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira