Enski boltinn

Modric: Við getum unnið ensku deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er óhætt að segja að það sé mikið sjálfstraust í herbúðum Tottenham um þessar mundir. Skal svo sem engan undra þar sem liðið er á mikilli siglingu.

Spurs vann frábæran sigur á Liverpool í gær og miðjumaðurinn Luka Modric segir liðið vel geta unnið ensku deildina.

"Það er allt hægt. Við höfum mannskapinn til þess verða enskir meistarar. Mórallinn og stemningin í hópnum hefur náð nýjum hæðum. Búningsklefinn er eins og himnaríki. Við virkilega njótum þess að spila fótbolta og það má vel sjá á okkar leik," sagði Modric en hann segir þó ekki allt vera fullkomið.

"Við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en það er eitt vandamál. Við þurfum að spila betur gegn liðunum sem eru neðarlega í töflunni. Þar liggur okkar vandamál. Það lið sem ætlar að verða meistari þarf að klára þessa leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×