Innlent

Stjórnin keypti sér frið

Ásmundur Stefánsson.
Ásmundur Stefánsson. Mynd/GVA
Fyrrverandi ríkissáttasemjari og forseti ASÍ segir ríkisstjórnina hafa keypt sér frið um stundarsakir með undirritun stöðugleikasáttmálans um mitt síðasta ár. Ekki hafi staðið til að leysa úr neinu.

Stöðugleikasáttmáli um endurreisn íslensks efnahagslífs var undirritaður milli ríkistjórnarinnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins í júní 2009. Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa nú sagt frá sáttmálanum.

„Stjórnvöld virðast hafa skrifað undir þennan stöðugleikasáttmála ósköp einfaldlega til að fá frið í bili. Ekki til þess að leysa eða gera eitthvað," sagði Ásmundur Stefánsson á Rás 1 í morgun. Ásmundur var formaður ASÍ þegar hin svokallaða þjóðarsátt var gerð árið 1990. Síðar starfaði hann sem ríkissáttasemjari og bankastjóri Landsbankans.

Ásmundur sagði traust milli aðila vera lykilatriði til að sátt skapist.

„Maður hefur á tilfinningunni að það vanti samráð á eiginlega öllum vígstöðum. Innan ríkisstjórnarinnar, milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar og milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins," sagði Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×