Handbolti

EM: Farangur króatíska landsliðsins týndist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska kvennalandsliðið mætir því króatíska í kvöld í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Danmörku og Noregi. Króatía lék tvo æfingaleiki í Svíþjóð um helgina en liðið varð fyrir því óláni að farangur þess týndist á leiðinni til Svíþjóðar.

„Ég hef enn nokkrar áhyggjur af farangrinum þar sem hluta leikmanna vantar enn allt sitt dót," sagði þjálfarinn Vladimir Canjuga á heimasíðu EHF.

„Það er nú í algerum forgangi hjá okkur að endurheimta farangurinn sem allra fyrst og er ég örlítið taugaóstyrkur vegna þessa."

Landslið Króatíu ætlaði að fljúga til Svíþjóðar á fimmtudaginn síðasta en komst ekki alla leið vegna veðurs. Það þurfti því að gista í München í eina nótt. Þegar liðið komst svo loksins til Svíþjóðar hafði farangur flestra glatast.

Króatarnir hafa þó verið fullvissaðir um að farangurinn muni skila sér áður en keppni hefst dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×