Móðurbróðir kraftaverkabarnsins: Framtíð Daníels er björt Breki Logason skrifar 22. október 2010 18:40 Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag. Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag.
Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59
Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“