Móðurbróðir kraftaverkabarnsins: Framtíð Daníels er björt Breki Logason skrifar 22. október 2010 18:40 Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag. Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar. Drengurinn sem heitir Daníel Ernir Jóhannsson er rúmlega sex mánaða gamall. Foreldrar hans létust bæði í bílslysi á miðvikudag, þegar þau lentu framan á sendibíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Daníel var fyrst um sinn á sjúkrahúsi í bænum Mugla en ræðismaður Íslands og kona hans tóku við honum eftir það. Í gærkvöldi komu síðan móðurbróðir drengsins, Gunnar Tryggvason, kona hans og föðurafi og amma til landsins og fengu hann afhentan. Í samtali við fréttastofu segir Gunnar það hafa verið ánægjulega stund, og greinilegt á öllu að vel hafi verið hugsað um Daníel litla. Hann vildi sérstaklega koma á framfæri þökkum til Utanríkisráðuneytisins og ræðismannshjónanna sem hann sagði hafa hjálpað fjölskyldunni mikið. Gunnar segir Daníel litla hafa vakið mikla athygli úti, en fjölmargir miðlar hafa fjallað um drenginn sem hefur verið nefndur kraftaverkabarnið. Í morgun svöruðu þau meðal annars spurningum fréttamanna sem voru mjög áhugasamir um framtíð drengsins. Gunnar segir fjölmiðla hafa fylgt fjölskyldunni hvert fótmál og meðal annars setið um hótel þeirra. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Daníels litla. Hann eigi stórar fjölskyldur í báðar ættir, það muni ekki væsa um hann og framtíð hans sé björt. Hann segir fjölskylduna vilja koma heim sem allra fyrst og verið sé að skoða ýmsa möguleika í því. Gunnar á jafnvel von á því að fjölskyldan geti komið með kraftaverkabarnið heim, strax á sunnudag.
Tengdar fréttir Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59 Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tilfinningarík stund þegar kraftaverkabarnið var kvatt Það var tilfinningarík stund á ríkisspítalanum í Mugla í Tyrklandi í gær þegar syni hjónanna Dagbjartar Þóru Tryggvadóttur og Jóhanns Árnasonar var komið í umsjá íslenska konsúlsins í Tyrklandi. 22. október 2010 17:59
Banaslys í Tyrklandi: Drengurinn kominn til aðstandenda Litli drengurinn sem lifði af bílslysið í Tyrklandi í fyrradag er kominn í hendur fjölskyldu sinnar. Foreldrar drengsins létust bæði í slysinu, en málið hefur vakið mikla athygli ytra. 22. október 2010 12:14