Fótbolti

Smá HM-sárabót fyrir Íra - mæta Brössum í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Höndin hans Thierry Henry.
Höndin hans Thierry Henry. Mynd/AFP
Írar fá pínulitla sárabót fyrir að komast ekki á HM þegar þeir mæta Brasilíumönnum í æfingaleik á heimavelli Arsenal í London 2. mars næstkomandi.

Brasilíumenn eru að undirbúa sig fyrir HM í Suður-Afríku og spila leikinn í Englandi til þess að minnka ferðalagið á alla landsliðsmenn sína sem spila í Evrópu.

Írar sátu eftir með sárt ennið í umspilinu á móti Frökkum eftir að Thierry Henry notaði höndina við að leggja upp markið sem tryggði Frökkum sæti í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×