Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur 11. desember 2010 08:45 Dæmi eru um að VBS hafi gefið út skuldabréf út á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni, að sögn lögmanns sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. Fréttablaðið/E.ÓL Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira