Erlent

Raðmorðingi í New York-borg

Lögregla notar leitarhunda á staðnum þar sem fjögur lík hafa fundist. fréttablaðið/ap
Lögregla notar leitarhunda á staðnum þar sem fjögur lík hafa fundist. fréttablaðið/ap
Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum óttast að raðmorðingi gangi þar laus eftir að fjögur illa útleikin lík fundust á strönd við Long Island um 60 kílómetrum frá borginni. Beinagrind fannst á laugardag en þrjú lík til viðbótar á mánudaginn.

Líkin fundust þegar lögreglan leitaði vændiskonu sem síðast sást á ströndinni. Fjölskylda konunnar tilkynnti hvarf hennar í maí. Staðfest er að um tvær konur er að ræða. Sérfræðingar vinna að því að bera kennsl á fólkið. Ekkert bendir til að vændiskonan sem leitað var að sé ein af hinum látnu. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×