Innlent

Læknaráð Landspítala: Nýbygging verði tilbúin 2016

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut.
Læknaráð Landspítala skorar á yfirvöld að stefna að verklokum á nýbyggingu Landspítalans við Hringbraut á tilsettum tíma árið 2016. Læknaráðið samþykkti ályktun þess efnis fyrir skömmu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Landspítalinn hefur um langt árabil búið við alvarlegan húsnæðisvanda og það óhagræði að meginstarfsemi spítalans fer fram á tveimur stöðum í Reykjavík. Lausn á þessum húsnæðisvanda er forsenda þess að hægt sé að bæta þjónustu við sjúklinga og tryggja jafnframt sem hagkvæmastan rekstur spítalans, segir  í tilkynningunni.

Á síðastliðnu ári hafa náðst mikilvægir áfangar við undirbúning framkvæmda fyrir nýbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Læknaráð Landspítala skorar á yfirvöld heilbrigðismála og fjármála að halda áfram því góða starfi sem hafið er og stefna að verklokum á tilsettum tíma árið 2016, segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×