Fátt um svör fyrr en kröfur Íslands verða lagðar fram 9. nóvember 2010 04:00 Timo Summa Hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er með aðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti, á hæðinni fyrir neðan flokksskrifstofur Vinstri grænna.fréttablaðið/stefán Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira