Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 12:15 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Lögmaður Styrmis segir ákæru á hendur honum eiga við engin rök að styðjast. Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22