Innlent

Fjölmenningarþing haldið í dag

Frá fjölmenningargöngu barna í Austurbæjarskóla.
Frá fjölmenningargöngu barna í Austurbæjarskóla.
Fyrsta fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í dag en markmiðið með því að er að bæta þjónustu borgarinnar við innflytjendur. Á annað hundrað innflytjendur hafa boðað komu sína á þingið en umræður farar fram á fjölmörgum tungumálum, meðal annars litháísku, pólsku og tælensku.

Á þinginu verðu einnig kosið í fjömenningaráð borgarinnar sem er ætlað að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Í ráðið verða kosnir 5 aðalmenn en 16 einstaklingar af 13 þjóðernum gefa kost á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×