Skoða fordæmisgildi dóms 1. nóvember 2010 05:00 Viðbrögðum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við dómi héraðsdóms í gengistryggingarmálinu var mótmælt við Hæstarétt í júlí. Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir 45 dögum en viðbragða stjórnvalda er enn beðið. Fréttablaðið/Arnþór Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is Skroll-Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hendur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljónir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk vaxta og málskostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólögmætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verjandi lántakendanna, segir að meðvitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengistryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrumvarp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björn segir yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tekist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dómurinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréfinu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lántakendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið verulegt, staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Forsendubrestur sterk lagarökGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms með sömu forsendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frumvarpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlunin að koma í veg fyrir að tilviljunarkennd atriði eins og orðalag í samningum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is
Skroll-Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira