Fótbolti

Svisslendingar lögðu Evrópumeistarana

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fernandes ýtir boltanum yfir línuna.
Fernandes ýtir boltanum yfir línuna. AFP
Þau ótrúlegu úrslit voru að eiga sér stað að Sviss vann Spán á HM í knattspyrnu. Úrslitin 1-0 í ótrúlegum leik.

Spánverjar voru betri í leiknum en þó gekk þeim illa að skapa sér færi.

Svisslendingar komust yfir í seinni hálfleik. Eftir markspyrnu unnu þeir skallaeinvígi og Carles Puyol gerði mistök. Gelson Fernandes komst í gegn, hann skaut að marki en Gerard pique varði, en Fernandes náði frákastinu og skoraði af miklu harðfylgi.

Spánverjar settu þá Fernando Torres inn á og hann lífgaði upp á leik liðsins. Xabi Alonso skaut í slá en Svisslendingar skutu svo í stöngina skömmu síðar.

Þrátt fyrir að halda boltanum nánast úr leikinn náðu Spánverjar einfaldlega ekki að skora. Vörn Svisslendinga var mjög þétt og þeir hafa nú ekki fengið á sig mark í fimm leikjum í röð á Heimsmeistaramóti.

Úrslitin eru þau lang óvæntustu á mótinu og þótt leitað væri lengra aftur í tímann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×