Um forsendur breytinga á innritun nýnema 4. febrúar 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir svarar opnu Danivals S. Hjaltasonar og Blængs Blængssonar Ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008. Tvær veigamiklar breytingar voru innleiddar með þeim. Annars vegar voru samræmd lokapróf felld niður og réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum lögfestur. Nú skal innritun í framhaldsskóla byggð á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti að gera auknar kröfur um fjölbreytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði sínu nærumhverfi meira en áður. Unnið er að endurbótum á fyrirkomulagi innritunar í þessum anda. Það verður meðal annars gert með því að auka samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritunina. Ráðgjöf við nemendur í grunnskólum verður með því markvissari sem mun með öðru auðvelda þeim inngöngu í framhaldsskóla að loknu skyldunámi. Í vor verður í fyrsta sinn forinnritun fyrir nýnema úr 10. bekk í framhaldsskóla. Hún fer fram dagana 12.-16. apríl. Þeir eiga þá að velja námsbraut og tvo skóla, aðal- og varaskóla. Til að tryggja rétt til skólavistar verður framhaldsskólum gert skylt að veita nemendum af tilteknu svæði forgang að skólavist hafi þeir staðist inntökuskilyrði. Í framhaldi forinnritunar er hægt að sjá hvernig umsóknir dreifast á námsbrautir og skóla og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að nemendur fái þá úrlausn sem best hentar. Að loknum skólaslitum í vor verður lokavitnisburður nemenda sendur til þess skóla sem þeir sóttu um sem fyrra val. Nemendum gefst þá einnig frestur til þess að endurskoða umsókn sína dagana 7.-11. júní. Nemendur sem búa á svæði skóla munu þannig eiga forgang til inngöngu á þær námsbrautir sem þar eru í boði ef þeir standast inntökuskilyrði. Framhaldsskólar eiga fyrst að innrita þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist skilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Framhaldsskólum ber að innrita eigi minna en 45% nemenda af sínu svæði sem standast inntökuskilyrði og sækja um skólann. Þetta eru ekki íþyngjandi ákvæði og langflestir framhaldsskóla uppfylla þegar þetta ákvæði. Eftir sem áður geta skólar ráðstafað meira en helmingi sæta sinna til annarra nemenda. Nemendur af landsbyggðinni sækja mjög lítið til Reykjavíkur nema í sérhæft nám. Einungis 8% þeirra sem byrjuðu í reykvískum framhaldsskólum sl. vor komu utan af landi. Nýnemar geta því nú sem hingað til sótt um þær námsbrautir og skóla er hugur þeirra stendur til ef þeir telja líklegt að þeir uppfylli inntökuskilyrði. Val á svæðisskóla í fyrst eða öðru vali á hins vegar að greiða eins og unnt er fyrir því að nýnemar fái skólavist í öðrum þeirra skóla er þeir sækja um. Með þessu móti verður ákvæðum laga um rétt ólögráða nemenda til skólavistar best sinnt. Samræmdu lokaprófin þjónuðu ekki öllum meginmarkmiðum grunnskóla. þau voru fyrst og fremst inntökupróf í framhaldsskóla. Margt bendir til þess að heppilegra sé að samræmdu könnunarprófin verði lögð fyrir í lok 9. bekkjar til að skapa meiri samfellu og að kennarar geti nýtt lokaárið í grunnskóla betur til að vinna úr niðurstöðum prófanna í samvinnu við nemendur og foreldra. Mikilvægt er að líta fram á veginn. Samræmd próf sem viðmiðun um inntöku í framhaldsskóla eru að baki og ekki er ætlunin að taka þau upp að nýju. Sjá verður til þess að þeir sem rétt eiga til náms í framhaldsskóla fái hans notið. Það verður að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Samstarf grunn- og framhaldsskóla um innritun nýnema er sá grunnur sem ráðuneytið vill byggja á. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar