Innlent

Lítil þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Það hefur verið lítil þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hingað til.
Það hefur verið lítil þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hingað til.
Nú eru þrír dagar í kosningar og aðeins hafa tæplega þrjú þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík. Kjörsóknin núna utan kjörfundar er helmingi minni en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2006.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykjavík hófst hinn 6. apríl síðastliðinn og nú hafa alls 2.929 greitt atkvæði. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík, sem annast framkvæmd kosninganna í Reykjavík, er þetta helmingi minna en á sama tíma árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 voru 6.664 búnir að greiða atkvæði hinn 23. maí þegar þrír dagar voru til kosninga þá, en nú eru aðeins þrír dagar í kosningar sem eru á laugardag.

Ekki fást upplýsingar um hvers vegna kjörsókn utan kjörfundar er jafn dræm nú og raun ber vitni og starfsfólk sýslumanns hafði engar skýringar á reiðum höndum í morgun en framkvæmd kosninganna nú er nákvæmlega eins og fyrir fjórum árum.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að það sé ekki endilega víst að þetta endurspegli minni áhuga á kosningum nú en þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×