Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sterkur útisigur Framara á Selfossi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hjálmar Þórarinsson tryggði Frömurum útisigur á Selfossi í kvöld, úrslitin 1-2. Enn og aftur sýndi Safamýrarliðið mikla seiglu en heimamenn tóku forystuna smenna leiks.

Þá skoraði Jón Guðbrandsson eftir fyrirgjöf frá vinstri. Framarar voru ekki lengi að jafna sig á þessu og Joseph Tillen svaraði eftir stungusendingu frá Ívari Björnssyni.

Fjörleg byrjun og fjörið hélt áfram, bæði lið fengu góð færi en heimamenn voru hættulegri fram að hálfleiknum. Gestirnir komu öflugir til leiks eftir hlé og náðu völdum á miðjunni.

Það var í raun bara tímaspursmál hvenær Framarar kæmust yfir og það tókst þeim þegar Hjálmar skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Jóni Guðna Fjólusyni. Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu að jafna en gekk illa að skapa sér góð færi.

Framliðið virkar sem óþrjótandi vél sem aldrei má afskrifa og það sannaðist enn og aftur í kvöld. Verulega sterkur útisigur og þeir bláklæddu eru til alls líklegir þetta sumarið.

Selfoss - Fram 1-2

1-0 Jón Guðbrandsson (5.)

1-1 Joseph Tillen (8.)

1-2 Hjálmar Þórarinsson (61.)

Skot (á mark): 9-8 (3-5)

Varin skot: Jóhann 3 - Hannes 2

Horn: 5-5

Aukaspyrnur fengnar: 10-13

Rangstöður: 1-3

Áhorfendur: 1.114

Dómari: Valgeir Valgeirsson 4

Selfoss 4-3-3

Jóhann Ólafur Sigurðsson 6

Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4

Agnar Bragi Magnússon 6

Kjartan Sigurðsson 5

Andri Freyr Björnsson 6

Stefán Ragnar Guðlaugsson 4

Ingólfur Þórarinsson 3

(65. Einar Ottó Antonsson 5)

Jón Guðbrandsson 6

Arilíus Marteinsson 6

(78. Davíð Birgisson -)

Jón Daði Böðvarsson 4

Sævar Þór Gíslason 5

(78. Ingi Rafn Ingibergsson -)

Fram 4-3-3

Hannes Þór Halldórsson 6

Daði Guðmundsson 6

Kristján Hauksson 6

Jón Orri Ólafsson 7

Sam Tillen 6

(76. Tómas Leifsson -)

Jón Guðni Fjóluson 8* Maður leiksins

Jón Gunnar Eysteinsson 5

Almarr Ormarsson 6

Ívar Björnsson 5

Josep Tillen 4

(90. Kristinn Ingi Halldórsson -)

Hjálmar Þórarinsson 7

(86. Guðmundur Magnússon -)


Tengdar fréttir

Gummi Ben: Markið frá þeim lá í loftinu

Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, var ekki ánægður með hvernig sínir menn komu inn í seinni hálfleikinn í kvöld. Lið hans tapaði 1-2 fyrir Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×