Handbolti

Ísland einu marki yfir í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ísland leikur nú æfingaleik gegn Þýskalandi öðru sinni á tveimur dögum og er staðan 18-17, Íslandi í vil, í hálfleik.

Liðin eigast við í Regensburg en leikurinn í gær fór fram í Nürnberg. Þá vann Ísland fjögurra marka sigur, 32-28.

Ísland skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleikinn og breytti þá stöðunni út 5-7 í 11-7. Þýskaland svaraði þó fyrir sig stuttu síðar og komast aftur yfir í leiknum, 14-13.

En Ísland átti betri lokasprett og leiðir sem fyrr segir með einu marki í hálfleik.

Mörk Íslands

Ólafur Stefánsson 7

Guðjón Valur Sigurðsson 2

Alexander Petersson 2

Ingimundur Ingimundarson 2

Snorri Steinn Guðjónsson 2/1

Vignir Svavarsson 1

Arnór Atlason 1

Róbert Gunnarsson 1








Fleiri fréttir

Sjá meira


×