Íslenski boltinn

Almarr: Mikilvægt að við náðum að jafna fljótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Almarr og félagar sóttu þrjú stig á Selfoss.
Almarr og félagar sóttu þrjú stig á Selfoss.

Almarr Ormarsson var að sjálfsögðu hæstánægður með stigin þrjú sem Framarar náðu í á Selfossi.

„Þetta var erfiður leikur. Við vorum lengi að átta okkur alveg á gervigrasinu, það er kannski klisja en boltinn skoppar öðruvísi á gervigrasi. Það er jákvætt að við náðum að jafna svona fljótlega eftir að hafa lent undir," sagði Almarr.

„Við vorum betri aðilinn í seinni hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk. En við náðum allavega að klára þetta með sigri sem betur fer."

Fram á leik gegn KR á fimmtudag. „Það verður alvöru leikur. Stóru leikirnir eru alltaf skemmtilegastir. KR-ingar hljóta að ætla sér meira en þeir hafa sýnt og við eigum von á þeim grimmum. En við höfum sýnt það í okkar leikjum að við getum þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×