Aðildarviðræður tengdar Icesave 19. júní 2010 06:00 Leiðtogar Evrópusambandsins á fundi sínum 17. júní Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. nordicphotos/AFP Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira