Innlent

Móðir fórnarlambs Facebook nauðgara: Kerfið brást

Tuttugu og eins árs karlmaður var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. Móðir stúlkunnar, sem fyrst var brotið á, furðar sig á því að maðurinn hafi verið látinn ganga laus og fengið þannig tækifæri á að brjóta gegn tveimur til viðbótar.

Ívar Anton Jóhannsson var í nóvember kærðir fyrir hrottalega nauðgun. 16 ára gömul stúlka sagði þá frá því hvernig hún lamin og beitt kynferðislegu ofbeldi á meðan Ívar hélt henni í gíslingu á heimili sínu.

Að loknum skýrslutökum var Ívari sleppt. Fórnarlambinu og

móður hennar, Sigrúnu Evu Rúnarsdóttur, til mikillar skelfingar.

„Í raun og veru var þetta afar gróf líkamsárás og gróf nauðgun sem hún varð fyrir. Við spyrjum okkur af hverju hann var ekki settur í gæsluvarðhald á meðan þetta allt saman var að ganga yfir," segir Sigrún Eva.

Hægt hefði verið að koma í veg fyrir fleiri brot

Það eru fleiri sem spyrja sig að því sérstaklega eftir að í ljós er komið að nú er Ívar grunaður um brot gegn tveimur stúlkum til viðbótar. Stúlkurnar eru 13 ára og 14 ára en meint brot gegn þeim voru framin eftir að lögregla hafði handekið, yfirheyrt og svo sleppt Ívari Antoni sem notaði Facebook til að komast í kynni við þær. Móðir stúlkunnar sem fyrst var brotið gegn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir fleiri brot.

„Mér finnst það vera mjög skýrt og ég undra mig á því að hann hafi ekki verið tekinn úr umferð fyrr," segir Sigrún.

Ástæðan fyrir því móðirin undrar sig á þessu er alvarleiki nauðgunarinnar sem dóttir hennar varð fyrir en áverkar um allan líkama hennar styðja við þá frásögn.

„Þetta er það gróf nauðgun að ég sem móðir, sem sat þarna og hlustaði á barnið mitt segja frá þessu, þurfti að bregða mér frá til að kasta upp. Þetta er skelfilegasta lífsreynsla sem nokkur móðir getur lent í," segir Sigrún Eva.

Lögregla taldi að dómstólar myndu synja varðhaldsbeiðni

Nú er kynferðisbrotin sem Ívar Anton er grunaður um orðin þrjú. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur í dag. Sú tíðindi voru dóttir Sigrúnar Evu gríðarlegur léttir.

„Fyrsta það sem hún sagði var, mamma nú get ég loksins verið ég sjálf og gengið um án þess að eiga það á hættu að mæta honum einhver staðar."

Við spurðum lögreglu hvers vegna gæsluvarðhalds var ekki krafist fyrr en fengum þau svör að rannsóknarhagsmunir hafi ekki verið fyrir hendi. Og að hafi verið reynt á ákvæði um almannaghagsmuni þar sem lögregla taldi að dómstólar myndu synja slíkri kröfu.




Tengdar fréttir

Kærður fyrir að svipta stúlku frelsi og nauðga henni ítrekað

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna samskipta sinna við þrjár ungar stúlkur sem hann komst í kynni við á Face­book er grunaður um að hafa haldið einni þeirra nauðugri á heimili sínu yfir nótt og nauðgað henni ítrekað. Jafnframt er hann grunaður um að hafa haft samræði við hinar tvær.

Í varðhaldi vegna áreitis á Facebook

Maður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa átt í vafasömum samskiptum við þrjár ungar stúlkur á Facebook. Þær eru þrettán og fjórtán ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×