Innlent

Hvar er Björgvin?

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.
Enn er óljóst hvort Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- og efnahagsráðherra, taki aftur sæti á Alþingi.

Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Björgvini í dag en án árangurs. Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að Björgvin skyldi ekki vera ákærður fyrir afglöp í starfi. Aftur á móti var samþykkt að draga Geir H. Haarde fyrir landsdóm.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi ekki svara því í Kastljósi í kvöld hvort henni fyndist að Björgvin ætti að taka sæti aftur á Alþingi. Þá treysti Ólína Þorvarðardóttir sér ekki heldur til þess að svara s-mu spurningar. Því má líkur leiða að því að það sé ekki einhugur innan þingflokksins um að Björgvin snúi aftur á þing.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hinsvegar í Kastljósi í kvöld að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að Björgvin settist aftur á þing.

Anna Margrét Guðjónsdóttir hefur setið á Alþingi í fjarveru Björgvins.

Samkvæmt heimildum Vísis eru stuðningsmenn Björgvins á því að hann setjist taki aftur sæti á þingi. En eins og fyrr hefur verið greint frá þá hefur Björgvin ekki ansað fyrirspurnum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×