Viðskipti innlent

Búið að semja um verðið

Heiðar már guðjónsson
Heiðar már guðjónsson

Sala á stórum hlut í tryggingafélaginu Sjóvá er á lokastigi.

Samið var um verð og framkvæmd á afhendingu hlutabréfa í sumar og er aðeins eftir að undirrita kaupsamning. Kaupendur funduðu með eigendum Sjóvár í Seðlabankanum í gær. Fundað verður aftur í næstu viku.

„Viðræður hafa gengið vel," segir Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir sem fer fyrir hópi fjárfesta í kaupunum. Á meðal þeirra eru Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, og Arion banki. Heiðar vildi ekki tjá sig um verðið sem samið hafi verið um né ástæðu þess að málið hafi dregist.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×