Segja mál sjömenninganna eiga heima á Íslandi 12. nóvember 2010 12:18 Ný gögn sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram í New York í skaðabótamálinu gegn sjömenningunum sanna ekkert og sýna að málið á ekki heima þar heldur fyrir íslenskum dómstólum, að mati lögmanna stefndu. Þá telja þeir áhuga íslensku þjóðarinnar á málinu styðja þá kröfu. Í skjalasafni dómstólsins í New York hafa nú birst greinargerðir hinna stefndu í málinu þar sem tekin er afstaða til nýrra gagna sem slitastjórnin lagði fram með það fyrir augum að styrkja málatilbúnað sinn. Skjölin áttu að sýna að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefði hlutast til um lánveitingar Glitnis banka til félagsins Hnotskurnar. Eitt skjalanna sýnir tilboð FL Group í hlutabréf eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar ehf. í Tryggingamiðstöðinni og meðal annarra gagna eru minnisblöð af stjórnarfundum FL Group þar sem tilboðið er til umræðu. Kim Landsman, sem gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, Lárusar Welding, Jóns Sigurðssonar og Þorsteins M. Jónssonar, segir í greinargerð að þessi nýju gögn styrki enn frekar kröfu um frávísun á þeim grundvelli að rétt sé að höfða málið fyrir íslenskum dómstólum. Um sé að ræða gögn á íslensku um viðskipti íslenskra fyrirtækja. Þá er enn fremur rakið í greinargerðinni að allir hinir stefndu séu Íslendingar, öll gögn í málinu séu á íslensku, nauðsynlegt verði fyrir dómstólinn að túlka íslensk lagaákvæði við úrlausnir á grundvallaratriðum í málinu og dómur í málinu verði ekki aðfararhæfur á Íslandi, þ.e ekki verði hægt framfylgja dómnum til að krefjast greiðslna úr hendi hinna stefndu á Íslandi ef þau verða dæmd til greiðslu skaðabóta. Þá segir í greinargerðinni að meintur tjónsatburður hafi verið á Íslandi og að íslenska þjóðin hafi sýnt málinu mikinn áhuga, þá hafi slitastjórnin aðeins höfðað málið í New York vegna þarlends réttarfars, slitastjórnin telji heppilegt að leiða málið fyrir kviðdóm. Þetta allt sé nóg til að vísa málinu frá á þeim grundvelli því sækja eigi málið fyrir réttri þinghá, þ.e íslenskum dómstólum. Lögmaður Hannesar Smárasonar segir að sá málflutningur slitastjórnar að ný gögn um lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar sé í besta falli villandi. Orðalagið „að hlutast til" sýni ekki á nokkurn hátt að Hannes hafi tryggt slíka lánveitingu hjá Glitni. Þá hafi slitastjórnin ekki getað sýnt fram á nein gögn til að styðja getgátur sínar um lánveitingar Glitnis til Hnotskurnar. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Ný gögn sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram í New York í skaðabótamálinu gegn sjömenningunum sanna ekkert og sýna að málið á ekki heima þar heldur fyrir íslenskum dómstólum, að mati lögmanna stefndu. Þá telja þeir áhuga íslensku þjóðarinnar á málinu styðja þá kröfu. Í skjalasafni dómstólsins í New York hafa nú birst greinargerðir hinna stefndu í málinu þar sem tekin er afstaða til nýrra gagna sem slitastjórnin lagði fram með það fyrir augum að styrkja málatilbúnað sinn. Skjölin áttu að sýna að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefði hlutast til um lánveitingar Glitnis banka til félagsins Hnotskurnar. Eitt skjalanna sýnir tilboð FL Group í hlutabréf eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar ehf. í Tryggingamiðstöðinni og meðal annarra gagna eru minnisblöð af stjórnarfundum FL Group þar sem tilboðið er til umræðu. Kim Landsman, sem gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, Lárusar Welding, Jóns Sigurðssonar og Þorsteins M. Jónssonar, segir í greinargerð að þessi nýju gögn styrki enn frekar kröfu um frávísun á þeim grundvelli að rétt sé að höfða málið fyrir íslenskum dómstólum. Um sé að ræða gögn á íslensku um viðskipti íslenskra fyrirtækja. Þá er enn fremur rakið í greinargerðinni að allir hinir stefndu séu Íslendingar, öll gögn í málinu séu á íslensku, nauðsynlegt verði fyrir dómstólinn að túlka íslensk lagaákvæði við úrlausnir á grundvallaratriðum í málinu og dómur í málinu verði ekki aðfararhæfur á Íslandi, þ.e ekki verði hægt framfylgja dómnum til að krefjast greiðslna úr hendi hinna stefndu á Íslandi ef þau verða dæmd til greiðslu skaðabóta. Þá segir í greinargerðinni að meintur tjónsatburður hafi verið á Íslandi og að íslenska þjóðin hafi sýnt málinu mikinn áhuga, þá hafi slitastjórnin aðeins höfðað málið í New York vegna þarlends réttarfars, slitastjórnin telji heppilegt að leiða málið fyrir kviðdóm. Þetta allt sé nóg til að vísa málinu frá á þeim grundvelli því sækja eigi málið fyrir réttri þinghá, þ.e íslenskum dómstólum. Lögmaður Hannesar Smárasonar segir að sá málflutningur slitastjórnar að ný gögn um lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar sé í besta falli villandi. Orðalagið „að hlutast til" sýni ekki á nokkurn hátt að Hannes hafi tryggt slíka lánveitingu hjá Glitni. Þá hafi slitastjórnin ekki getað sýnt fram á nein gögn til að styðja getgátur sínar um lánveitingar Glitnis til Hnotskurnar.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira