Erlent

Telur að námumennirnir á Nýja Sjálandi séu á lífi

John Key forsætisráðherra Nýja Sjálands segir að allar líkur séu á að 29 námumenn sem saknað hefur verið frá því á föstudag séu enn á lífi.

Hinsvegar hefur ekkert samband náðst við námumennina síðan sprenging varð í námunni en hún er staðsett við Pike ánna á suðurhluta Nýja Sjálands.

Byrjað er að bora loftræstigöng niður að þeim stað í námunni sem talið er að mennirnir séu staddir. Jafnframt á að senda ljósmyndavél niður í námuna og mæla gasmyndun í henni.

John Key segir að ef námumennirnir hafi súrefni í námuni sé ástæða til að telja þá enn á lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×