Fótbolti

Edda og Ólína bikarmeistarar með Örebro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir var að vinna sinn sjötta bikarmeistaratitil á ferlinum.
Edda Garðarsdóttir var að vinna sinn sjötta bikarmeistaratitil á ferlinum. Mynd/Ossi Ahola
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir urðu bikarmeistarar saman í fjórða sinn á fimm árum þegar lið þeirra Örebro vann 4-1 sigur á Djurgården í bikarúrslitaleiknum í Svíþjóð í dag.

Örebro skoraði fjórum sinnum framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði Djurgården, í leiknum. Sanna Valkonnen skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, Emma Lundh jafnaði leikinn fyrir Djurgården sjö mínútum síðar en það tók Marie Hammarström aðeins þrjár mínútu að koma Örebro aftur yfir.

Kim Ekebom jók muninn í 3-1 fjórum mínútum fyrir hálfleik og gerði síðan endanlega út um leikinn með því að skora sitt annað mark á 68. mínútu. Þetta var fyrsti titill kvennaliðs Örebro.

Edda og Ólína léku báðar allan úrslitaleikinn eins og þær gerðu líka þegar þær unnu bikarinn með Breiðabliki 2005 og með KR 2007 og 2008. Edda var inn á þriggja manna miðju en Ólína spilaði sem vinstri bakvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×