Innlent

Talsverðar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpinu

Þuríður Backman, þingmaður VG, á sæti í fjárlaganefnd.
Þuríður Backman, þingmaður VG, á sæti í fjárlaganefnd. Mynd/Anton Brink
„Það gekk mjög vel að loka þessari vinnu," segir Þuríður Backman, þingmaður VG. Fundi fjárlaganefndar lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á morgun.

Þuríður segir að talsverðar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu milli annarrar og þriðju umræðu og þá einkum á velferðarsviðinu. „Það á að hafa verið skilið þannig við allar heilbrigðisstofnanir þannig að þær séu allar rekstrarhæfar."

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sat hjá í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í síðustu viku. Tveir aðrir þingmenn VG settu fyrirvara við sinn stuðning.

Þuríður vill ekki segja til um hvort þingmennirnir styðji frumvarpið í núverandi mynd. „Það verður að koma í ljós hvort þau telja þetta fullnægjandi. Það verður að vera þeirra mál og þeirra mat."

Til stendur að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×