Innlent

Össur vildi stjórnarslit vegna Glitnismálsins

Össur vildi sprengja ríkisstjórnina strax í kjölfar yfirtökunnar á Glitni. Ingibjörg Sólrún lagðist aftur á móti gegn því.
Össur vildi sprengja ríkisstjórnina strax í kjölfar yfirtökunnar á Glitni. Ingibjörg Sólrún lagðist aftur á móti gegn því. Mynd/Anton Brink
Össur Skarphéðinsson vildi sprengja ríkisstjórnina strax í kjölfar yfirtökunnar á Glitni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, sagði við skýrslutöku að ástandið á stjórnarheimilinu hafi verið rafmagnað vegna Glitnismálsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagðist hins vegar gegn því að samstarfinu yrði slitið.

Í skýrslutöku hjá Rannsóknarnefndinni sagði Björgvin:

„við vorum alltaf með það á hreinu, alla þessa viku lá undir að menn voru að spá í hvort við ættum að sprengja stjórnina á þessu máli öllu, Glitnismálinu, og Össur vildi það, en ekki formaðurinn, þannig að það munaði litlu að við gerðum það út af Glitnismálinu og Davíð Oddssyni og engu öðru, það sauð svoleiðis á mönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×