Handbolti

Annar sigur á Þjóðverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Nordic Photos / Getty Images

Ísland vann annan sigur á Þýskalandi en liðin mættust í æfingaleik í Regensburg í dag. Lokatölur voru 33-29, Íslandi í vil.

Liðin mættust líka í gær og þá vann Ísland einnig sigur, 32-28. Staðan í hálfleik í dag var 18-17, Íslandi í vil.

Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en Ísland náði strax aftur yfirhöndinni. Staðan var jöfn, 25-25, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Ísland seig fram úr á lokamínútunum og skoraði síðustu þrjú mörk leiksins.

Ólafur Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Ísland en markahæstur hjá Þýskalandi var Lars Kaufmann með sjö mörk.

Mörk Íslands:

Ólafur Stefánsson 9

Guðjón Valur Sigurðsson 6

Alexander Petersson 5

Snorri Steinn Guðjónsson 4/1

Vignir Svavarsson 2

Aron Pálmarsson 2

Ingimundur Ingimundarson 2

Arnór Atlason 2

Róbert Gunnarsson 1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×