Enski boltinn

Kovac hættur með landsliðinu

Eiríkur stefán Ásgeirsson skrifar
Radoslav Kovac í leik með tékkneska landsliðinu.
Radoslav Kovac í leik með tékkneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Tékkinn Radoslav Kovac hefur gefið það út að hann muni ekki framar gefa kost á sér í landsliðið svo hann geti einbeitt sér að ferlinum með West Ham.

„Ég vil einbeita mér að ensku úrvalsdeildinni," sagði Kovac sem hefur skorað tvö mörk í 30 leikjum með tékkneska landsliðinu.

„Við erum með mjög metnaðarfullt verkefni í gangi hjá West Ham. En reynsla mín með landsliðinu hefur verið löng og góð. Ég hef spilað á HM og EM og vann EM með U-21 landsliðinu. Ég er kominn yfir þrítugt og ákvað því að hætta," sagði Kovac enn fremur.

Tékkum mistókst að komast á HM í Suður-Afríku og sagði Kovac að tími væri kominn til að gefa yngri mönnum tækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×